Ég veit ekki afhverju mig langar svona mikið til að segja frá þessu en ég hef verið í basli með dagsetningar í ASP/JS og Access grunnum í nokkur ár og gafst endanlega upp á þessu um daginn.
Núna skrái ég aldrei dagsetningu í grunninn heldur bara fjölda millisekúndna (ms) frá 1. jan 1970 í grunninn og converta því svo bara serverside með asp, ef enhver áhugi er fyrir þá kanski hendi ég því inn hérna í Tips-tricks við tækifæri hvernig ég útfæri þetta. en þetta allavega svínvirkar og er miklu léttara en að vesenast í enhverjum date formötum.