Ég tók eftir því að á simaskra.is þá eru leiðbeiningarnar OG valmyndin fyrir ofan (Einföld leit, ýtarleg leit osfr.) eru .gif og .jpg myndir.

Nú er t.d. ekkert alt tag fyrir leiðbeiningarnar þannig að hvernig eiga þeir sem (þurfa að) nota texta vafra að geta fengið leiðbeiningar eða valið eitthvað annað en einfalda leit(sem kemur default) ?

Mér finnst þetta svolítið hallærislegt að ganga ekki betur frá þessu en svona. Kannski þægilegt fyrir þann hjá Íslensku Vefstofunni sem gerði þetta að þurfa ekki að html-a þetta en það mætti þá vera einhver lýsing á myndunum.