Ég er ef til vill ekki byrjandi, í að nota FrontPage en þar sem enskukunnátta mín er ekki upp á marga fiska, kemur fyrir að ég kemst í vandræði. Mig vantar ekki ábendingu um að ég eigi að nota einhvern annan hugbúnað, heldur vantar mig tæknilegar upplýsingar, varðandi lausn á “týndum linkum”
Ég er í vandræðum með síður mínar, ég held að orsökin sé á tölvuminni minni í tengslum við FrontPage (?)Vefsvæði mín eru og hafa verið FrontPage móttækilegar, síðustu árin. En mér tekst ekki að láta FrontPage senda “sjálfvirkt” á vefsvæði mín sem eru 3 talsins, heldur verð ég að koma daglegum uppfærslum handvirkt út á svæðin. Þetta skeði einn daginn, án þess að ég átti mig á orsökinni.Tenglar yfir á síðurnar mínar eru hér > http://frontpage.simnet.is/biosaga/tenglar.htm
Meðal annars missti ég út hnappana með texta og get ekki komið þeim inn aftur nema án texta, svo ég nota eingöngu texta nú. Ég er að verða 70 ára, og ekki klár í enskunni eins og fyrr segir, en hefi þó getað bjargað mér til þessa, en nú er ég “kominn í þrot”. Vonandi er einhver það glúrinn að vita um orsökina og vilji miðla þeirri þekkingu til mín. – Steingrímur.