Er hægt (með php4) að láta utanaðkomandi síðu vera hluti af eigin síðu?… eins og t.d. einn hluti af töflu?

Þetta er kannski ekkert alltof skýrt hjá mér en það sem ég er að hugsa er bæði að setja beinan link á gagnagrunnssíðu hjá KSÍ af síðu sem ég er að gera fyrir íþróttafélag, þannig að síðan hjá þeim geti bara verið inní einhverri töflu hjá mér (ég vona að einhver skilji hvert ég er að fara).

Líka væri þægilegt að nota eitthvað svipað niðrí skóla þar sem t.d. er búið að loka á hugi.is (af einhverjum undarlegum ástæðum) og þá gæti maður farið inná eigin server og skrifað í location gluggan eitthvað á þessa leið: www.bla.is/url.php?sida=www.hugi.is … og þá myndi serverinn(www.bla.is) ná í síðuna og skila henni eins og hún væri að koma frá honum sjálfum.

Ég held að ég sé að flækja þetta fullmikið en endilega hjálpið mér ef þið getið.