-
Sælir, vefarar og samlandar!

Mig langaði að koma á framfæri að Strik.is stendur í þessum
skrifuðum orðum fyrir heimasíðukeppni og er um að gera vera
með!

Heildarverðmæti verðlaunanna eru 300.000 kr;
- Fyrsta sæti: 200.000 kr
- Annað og þriðja sæti: 50.000 kr hvert.

Til að taka þátt þarf einfaldlega skrifa þeim rafpóst um slóð
heimasíðunnar, nafn þitt, kennitölu og heimilisfang ef ég man
rétt..! Skilafrestur rennur út 12. mars núkomandi og er keppnin
opin öllum en aðeins eru heimasíður einstaklinga teknar gildar.

þátttökukveðjurnar
SlimShady