Sæl(ir)

Ég er með heimasíðu (mjög einfalt html) með myndum, þar sem thumbnail linkur vísar beint í stærri jpg mynd. Myndirnar eru farnar að vera svo margar að mig vantar pláss á servernum og hef því þurft að eyða eldri myndum til að búa til pláss fyrir þær nýrri.

Mig langar að útbúa síðuna þannig að ég skilji thumbnail myndina eftir á servernum, en geti látið browserinn sækja stóru myndina annað, t.d. á http server á vélinni minni, án þess þó að breyta kóðanum.

Þetta er kannski svolítið ruglingsleg útskýring, þannig að hér er dæmi um a href tag hjá mér eins og það er núna:

(a href=“Pix/2003-07-juli/640_Picture 001.jpg”>(img src=“Pix/2003-07-juli/tn/tn_640_Picture 001.jpg” alt=“” width=“150” height=“112” border=“0” align=“middle”)(/a)

Þarna er a href tag með myndina tn_640_Picture 001.jpg sem link, og vísar í myndina 640_Picture 001.jpg Ef ég klikka á thumbnailinn, þá birtist stóra myndin. Mjög einfalt.

Hinsvegar, ef ég er búinn að eyða stóru myndinni, þá kemur bara 404 error. Mig langar að láta browserinn þá sækja sömu mynd á IP: xxx.xxx.xxx.xxx/Pix……o.s.frv. án þess að þurfa að fara inn í html kóðann og breyta.

Ég gæti að vísu keyrt alla heimasíðuna frá pésanum mínum, en sá server er ekki alltaf uppi. Með hinni aðferðinni eru html síðurnar og thumbnail myndirnar alltaf sýnilegar, þó svo stóru myndirnar séu ekki alltaf til staðar.

tas