Ég vona að einhver hér geti sagt mér hvers vegna Apache serverinn minn er að stríða mér.

Ég er að reyna að láta url virka í mp3-skrár á mínum server.
Heiti mp3-skráanna innihelda bil og/eða íslenska stafi.

Í staðinn fyrir bilið set ég %20 (hex kóðun á stafabili).
Það virkar fínt á skrár sem ekki eru með íslenska stafi.

Hins vegar get ég ekki nálgast skrá sem er með íslenska stafi með þessari hex kóðun. (set t.d. %F0 fyrir ð).

Hvernig getur staðið á því að apache serverinn minn skilur hvað á að gera við %20, en skilur ekki hex kóðun fyrir íslenska stafi?

Dæmi:
Virkar: http://…./Rolling%20stones%20-%20Angie.mp3
Virkar ekki: http://…./Haltu%20m%E9r%20fast.mp3