Nú er ég að nota php og er í smáböggi með upload. Málið er að ég er semsagt að reyna að uploada fælum í directory sem er ../files og það virkar á tölvunni minni, á mínum webserver(sem er apache, þó win98). En hinsvegar þegar ég set þetta á serverinn sem hýsir síðuna mína virkar þetta ekki… fællinn uploadast samt af því að ég læt hana keyra eitthvað if is_uploaded_file() og það keyrist en ekki vill hún færa fælana góðu á sinn stað, datt helst í hug að annaðhvort væri path-ið vitlaust skrifað hjá mér eða ég hefði ekki réttindi, eða þyrfti sérstaklega að láta php fá réttindi til að skrifa inn á svæðið mitt. Webmasterinn sjálfur er ekki alveg klár á þessu þannig að ég verð helst að finna þetta út sjálfur.

ISP-inn keyrir Win2k og php4.0.4pl1 og línan sem ég skrifa inn til að uploada fælnum (þar sem $userfile er path-ið á fælinn… að sjálfsögðu) er:

copy($userfile, “..\\\\files\\\\$userfile_name”);

kveðja,
thom
<BR