Sælir hugar,

nú er ég að hanna síðu (og allt gott um það að segja) nema að þegar ég loksins í dag prófaði síðuna á NS4.76 uppgötvaði ég að Netscape les allan texta skilgreindan í css (einhverra hluta vegna) miklu minni en hann er í öðrum browserum (Ns6, IE, opera). Nú nota ég px til að skilgreina stærð á letrinu og veit að þetta kemur þokkalega út ef ég nota pt EN þá skilst mér (eða skildist á einhverjum) að þá fengju makkarar út focked-up stafastærð. Kannast einhver við þetta??? er til góð lausn?

ps. ekki segja “vertu ekkert að reyna að forrita fyrir N4.76” - ég ætla ekki að segja við alla NS4.76 notendur að ég hafi ekki “nennt” að gera síðuna þokkalega útlítandi fyrir þá :)

pps. einnig virðist class-ið fara eitthvað í pirrurnar á netskeipinu þegar maður setur það inn í <textfield> tag. er til einhver lausn á því (önnur en að sleppa því að nota class-ið???<BR