Þannig er mál með vexti að ég rakst á auglýsingu frá Margmiðlunarskólanum fyrir stuttu síðan. Í þessari auglýsingu var sagt frá kúrsunum sem hægt var að taka og leist mér rosalega vel á þá alla, allir alveg ofboðslega skemmtilegir og áhugaverðir. En áður en ég myndi skrá mig í skólann ákvað ég að skoða hvað aðrir hugarar hafa að segja um þennan skóla, kannski einhvern fróðleik sem gott væri að vita. Og viti menn, les ég ekki grein eftir Gourry um hvað þessi skóli er ömurlegur og allt það. En þessi grein er frá guðmávitahvenær en svörin eru frá 2001 svo þetta er þónokkuð gömul grein svo mig langar bara að vita: Er þetta betri skóli en var eða er best að halda sér frá?