Ég hef tekið eftir því að það er verið að auglýsa PHP námskeið í Iðnskólanum. Ég er svona að spá hvort þetta sé eitthvað sniðugt eða ekki, það kostar 24.000 og er 3 kvöld. Ef það er einhver hér sem hefur nú þegar farið á þetta námskeið væri gaman að fá comment um hvort maður er að fá eitthvað fyrir peninginn. Einnig væri gaman að vita hvaða bókum þið mælið með.