Rakst á smá vesen, er með Unicode (UTF-8) í gangi í Postgre hjá mér og það er að virka að flestu leyti fínt hjá mér, íslenskir, rússneskir og allt það að birtast.

Hins vegar rakst ég á smá vesen, íslensku stafirnir raðast ekki rétt þegar ég geri ORDER BY, Þ kemur efst, svo A, svo Ú, aftur A, svo Í, aftur A og svo framvegis… allir broddstafirnir og íslensku koma þarna efst því að í Unicode er tákn fremst í þeim sem að er lesið sem A annar staðar.

Einhver með lausn?<br><br>–
Summum ius summa inuria
Summum ius summa inuria