Hædílíhó!

Ég er að byrja að læra á asp og að búa til gagnagrunna í Access sem hægt er að tengja við asp síður. Nú er ég búin að setja upp prufuserver í tölvunni minni og get skoðað asp síður í honum, EN! Vandamálið hjá mér er að sama hvað ég reyni þá virðist ég ekki ná að tengjast gagnagrunnum.

Ég hef sett Data Source=c:\\intetpub\\db\\gagnagrunnur.mdb í asp síðunni og svo set ég Access skýrsluna nákvæmlega þarna í þennan folder en það næst ekki tenging á milli og ég fæ bara “Internal Server Error” eða eitthvað álíka.

Er einhver sem hefur hugmynd um hvað gæti verið að?