ég er að spá i það hvernig menn breyta röð frétta í fréttakerfum. Ég er með smá fréttakerfi sem raðar virkum fréttum i röð eftir Frett_ID desc þannig að nýjasta skráða fréttin er alltaf efst. Ég skrifa þetta í asp og er grunnurinn á MS SQL þó að plattformið sé ekki höfuðmálið.

Ég hef svosem verið að prófa ýmislegt, t.d. að vera með smá dálk sem heitir Frett_Order sem hleypur alltaf á +1 eins og Frett_ID og raða eftir Frett_Order. Vandamálið er að MS SQL leyfir mér ekki að breyta röðinni ef data type er int með Identity Increment = +1. Kannski er bara best að raða fréttunum í dagsetningarröð og breyta bara dagsetningunni? Það er smá fiff en er kannski bara besta lausnin?

kveðja
DON<br><br>———————————–
clean desk is a sign of a sick mind
———————————–