Jamm, ég var stoltur eigandi www.atlividar.com. Þar til núna fyrir stuttu að ég uppgötvaði að síðan mín var horfin. Hún var hýst á Islandia.is.
Þegar ég tékkaði á henni ftp-wise þá sá ég að flestallir fælarnir voru horfnir, og þeir sem voru eftir voru allir orðnir 19kb að stærð og fremsti stafurinn horfinn. Þ.e.a.s fæll sem heitir t.d. Bolti.jpg er orðið að olti.jpg. Ég reyndi að hreinsa allt út af servernum og koma út eldra backuppi af síðunni en það kemur bara að fællinn sé ekki til og þar af leiðandi ekki hægt að eyða honum. Ég meilaði Islandia.is (eftir mikla leit að einhverskonar supportmeiladdressu!) en hef enn ekki fengið svar né útskýringu. Kannski fæ ég svar á mánudaginn, en þangað til þá er allt í fucki.

Hefur einhver lent í þessu eða sambærilegu? Þetta er alveg yfirmáta óþægilegt, leiðinlegt og ég er að spá hvort það sé möguleiki á að það hafi komist vírus inn á Islandia serverinn og gert þetta?
Annað sem mér datt í hug var að ég var kominn hálft megabæt umfram plássið, gæti þetta verið ótrúlega drastic leið serversins til að skera niður plássið í það sem mér var úthlutað? Neeeeeh.

Anyways, þá vil ég endilega heyra álit ykkar. Hvað teljið þið hafa gerst?