Sælir hugar. Vandamál mitt er það að ég er að búa til fréttasíðu og er að reyna að smíða síðu sem setur inn nýjar fréttir. Sjálfur er ég búinn að byggja upp einhverja síðu sem ég fékk þó að hluta til lánaða annarsstaðar en lendi alltaf í einu böggi.

málið er það að ég nota $submit breytuna efst en hún er ekki skilgreind fyrr en neðst. Vegna þessa fæ ég út úr php kóðanum:

Warning: Undefined variable: submit in c:\\newhtml\\idtest.php on line 19

Þrátt fyrir að þetta gerist þá virkar síðan eins og hún á að gera.

(ef einhver getur bent mér á gott script til að gera þetta þá er það líka vel þegið)

Einnig var það annað sem ég þyrfti að vita og það er það hvernig ég geri login-síðu, þe. ef að ég er með t.d. 20 notendur og Jón geti loggað sig inn með sínu passwordi og þá séu allar greinar sem hann skrifar merktar honum. Í rauninni er ég (eins og mörgum hefur líklega nú þegar dottið í hug) rétt að byrja að læra á php og mysql… en er svona eitthvað aðeins að braggast í þessu. Líka væri fínt ef einhver gæti bent á góða bók um php-mysql eða bara um php með tilliti til gagnagrunnsvinnslu.

Hugbúnaður sem ég nota við síðuna er eins og áður kom fram php, mysql og apache.

kveðja,

thom<BR