Hér er sjálfsagt samansafn af snillingum í veðsíðugerð og því langar mig til að spurja ykkur um svolítið. Ég er nú ekkert súper klár í vefsíðugerð en ég lét mig hafa það að gera heimasíðu fyrir hundinn minn :) á freewebpages.org og setti hana sem upphafssíðu hjá mér. Þegar ég hins vegar er að logga mig inn í t.d. heimabankann, kemur oft neðst vinstra meginn í skjáinn, stendur oft opening page bla, bla, þegar maður er að fara inn á einhverja síðu, downloding from freewebpages.org Mér finnst það svolítið skrítið að það skuli eitthvað opnast frá þeirri síðu þegar ég er að fara í bankann svo mér datt í hug hvort það sé mögulegt að þeir skuli vera að stela passwordum eða eitthvað slíkt. Ég er orðin alltaf mjög stressuð í hvert sinn sem ég nota heimabankann út af þessu, svo ég vona að þið getið svarað mér.
Með fyrirfram þökk,
Begga
- www.dobermann.name -