Í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa rakst ég á þessa siðu: <a href="http://barnaland.is/barn/7606“ target=”_blank"> http://barnaland.is/barn/7606</a>. Þarna er ung kona að setja upp heimasíðu fyrir litla strákinn sinn.

Mikið hroðalega er þessi bakgrunnur leiðinlegur og pirrandi. Þarna hefur notandinn möguleika á að setja inn sinn eiginn bakgrunn fyrir síðurnar sínar. Þessi bakgrunnur er svo hræðilegur að mér finnst að það ætti að setja reglur um svona bakgrunna. Það er ekki nokkur leið að lesa það sem stendur á þessari síðu.

Ekki nóg með að bakgrunnurinn sé alveg að sökka … þá eru þessi endalaust leiðinlegu snjókorn að trufla mann líka! Á maður ekki að fá neinn frið til að geta skoðað síðuna ??? Ég veit það eru að koma jól, en kommon …

Sorry, en ég varð bara að fá að létta á sálinni … svo ég komi nú einhverju í verk í dag :(

Hvað finnst ykkur um svona æfingar ??