Sælt veri fólkið !

Ég hef verið að vinna eitthvað í html og nú er málið að bæta við kunnáttu sinni og þá varð PHP fyrir valinu. Við fyrst athuganir þá virðist PHP og HTML ekki vera neitt líkt, allavega ekki skriftin, allavega skil ég ekkert hvað er verið að fara i þessu PHP máli.

Hvernig á maður að fara af stað, hvernig virkar þetta ?

Ég er með dreamweaver MX og hef verið aðeins að skoða þetta, en ég er bara engu nær :(

Ef það er einhver þarna sem getur gefið mér start þá væri það mjög vel þegið, eða bent mér á staði þar sem hægt er að sækja námskeið eða þvíumlíkt. Hvaða bækur mælið þið með ? Er ekki gott að nota Dreamweaver fyrir PHP ?

Kveðja