Góðan daginn.

Ég var að velta fyrir mér hversu mikið maður ætti að taka tillit til vanþróaðra netflakkara. T.d. á maður eitthvað að vera að pæla í fólki sem er með 640*480 í upplausn með 256 liti og Netscape Gold eða Internet Explorer 3? Ég er búinn að vera að vinna í því að undanförnu að gera síðu sem ég var bara orðinn nokkuð ánægður með, en svo skoða ég hana í Netscape 3 og Explorer 3 og ég ætlaði varla að þekkja hana. Er þetta síðan mín? Til að mynda studdu browserarnir ekki CSS eða miðjujafnaðar töflur!

Mig langar bara að fá ykkar álit á þessu. Á maður eitthvað að vera að velta sér upp úr því að einhverjir aular séu ennþá að flakka um netið á gömlu 386 tölvunni sinni í Windows 3.11, eða svona hér um bil? Er til dæmis einhver hérna núna sem er með browser af 3. kynslóð? Eða veit einhver hlutfallstölurnar fyrir upplausn surfara? Bara svona smá vangaveltur. Veit ekki einu sinni hvort þetta flokkast sem grein en endilega gefið ykkar skoðun á málinu!