Hefur einhver annar hérna sem er með Photoshop 6 lent í þeim vandræðum að missa niður netið? ég skal gefa ykkur dæmi:

Hérna uppí vinnu hjá mér erum við að sjálfsögðu með netkerfi og ég er með winamp í gangi að spila lög sem eru á server hérna og er með Photshop 6 í gangi líka, og er að vinna á netdrifi þar síðan kemur að því að vista psd skjalið og þá kemur
\“innoficient quota\” bull eitthvað og ég get ekki vistað nema að slökkva á winampnum.

eða annað dæmi:
ég er með Photoshop í gangi og er að vinna þar í einhverju skjali og síðan ætla ég aðeins að kíkja á netið eða checka póstinn minn og þá er netið dautt en um leið og ég vista og slekk á photoshop þá fer netið í gang.

ég er alveg að verða vitlaus á þessu eins og ég nú elska Photoshop 6

Cazper [í vandræðum]
Haukur Már Böðvarsson