Getur einhver bent mér á hvar ég get séð einfalda uppsettan rich-text editor á netinu, fyrir form fyrir fréttakerfi sem að ég er að gera FYRIR MIG.

Ég hef séð nokkur sýnidæmi en þau virka ekki að því leytinu til að aðeins er hlaðið inn tökunum og síðan er einn iframe sem að er hægt að skrifa og sjá litaðan bold og linka sem maður var að framkvæma. Ef þið eruð engu nær um hvað ég er að tala um þá er ég að tala um svona: http://kleina.steinar.is/nfvi_ritill.jpg form sem að býður upp á þessa möguleika og því þarf enga hæfileika í að kunna html tögginn fyrir að linka eða bold stafi.


Það sem að virkar ekki í þessum sýnidæmum er að það er enginn submit takki fyrir, eða neitt form og mér hefur ekki tekist að massa það inn sjálfur og ég veit eiginlega ekki til hvers fólk er að hafa svoleiðis sýnidæmi Þegar það er ekkert html form inní þessu….. bara takkar og iframe.