Ég er með front page og ég er búinn að koma mér upp ágætis heimasíðu að mínu mati. Í hvert sinn sem ég er búinn að uppfæra, bæta inn myndum og svoleiðis þá þarf ég alltaf að færa inn á netið í gegnum WS_ftp forritið. Svo er ég að sjá um heimasíðu björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði og í hvert skipti sem ég er búinn að uppfæra, bæta inn myndum og þannig þá er nóg að vista og smella á refresh í explorer og þá kemur allt inn. Mig langar þess vegna að vita hvort einhver geti gert þetta auðveldara fyrir mig?