Heil og sæl.

Ég sem margir aðrir hafa munað fífil þessa áhugamáls fegri, það eru margir hér sem hafa blússandi áhuga á vefsíðugerð, margir sem áhugamen og aðrir sem atvinnumenn.
Ég er þeirrar skoðurnar að það form sem hugi.is býður uppá hennti þess konar umræðum ekki, fólk á erfitt með að setjast niður og skrifa “grein”, þó svo að margar þannig stórgóðar hafa ratað hingað inn.
Reynsla mín af póstlistum utan frá(helst þá cmslist, http://cms-list.org og http://webdesign-l.com/) hafa talið mér trú um að fólk eigi aðveldara með að taka þátt í samræðum heldur en að skrifa inn greinar og korka.

Ég tók mig því til og hennti upp mailman á nýja fína póstserverinn okkar og bjó til isl-web póstlistan, sem á að vera tileinkaður íslenska vefbransanum og íslenskum vefmálum.

sjá:
http://lists.disill.is/mailman/listi nfo/isl-web

Athugið að þótt þetta sé undir disill.is léni er listinn óháður fyrirtækinu að öðru leiti en að núlleinn á íslandi skaffar diskpláss, bandvídd og vél undir þetta.

Endilega skráið ykkur og takið þátt.

Oddur
- oddur@disill.is