JavaScript er sniðugt, sé það rétt notað. Mín hugmynd um rétta notkun er að nota það til að búa til auka fítusa sem laða að, eða útfæra hluti á aðeins snyrtilegri hátt. Dæmi um þetta eru popup gluggar. Hér á Huga hef ég séð gerð sömu mistök og alltof margir gera. Besta dæmið er að skoða notanda… smellið á “tolli” hér að neðan. Tengillinn er gerður með Anchor-tagi (A), en í gamla daga var það eina sem gert var við hann til að tengja í síðu að setja href=“bla.html”. Nú, þegar JavaScript kom til sögunnar var hægt að fara að gera href=“javascript:bla(123)”… og síðar meir líka onClick=“bla(123)”. Nú, hvað er gert hér á Huga? Það er sett onClick=“getUserInfo(123)”, en til þess að ekkert gerist í glugganum sem notandinn er staddur í (enda kemur UserInfo dótið í popup gluggann), er href=“javascript: ;”. En hvað ef notandinn er með slökkt á JavaScript stuðningi? Ekkert gerist. Ekki baun í bala.

En… hvernig er hægt að laga þetta? Einfalt mál. href=“eitthvad.php?id=123” onClick=“getUserInfo(123); return false”. Hvað breytist? Jú, notandinn er sendur á eitthvad.php?id=123 (sem er síðan sem er birt fyrir herra og frú JavaScriptNotanda í popup glugganum), en _áður_ er kallað á fallið getUserInfo(), sem sér um að búa til fallið, OG… return false… hættir keyrslunni, þannig að hoppið sem er skilgreint í href=“eitthvad.php?id=123” er aldrei framkvæmt!

Gerum vefi ekki ónothæfa fyrir notendur sem ekki styðja JavaScript!