Zope - sá stærsti Sælt veri fólkið

Mig langaði að minnast á vöru sem ég er núna búinn að vera nota í allt mitt development í smá tíma núna og kallast Zope. Zope er open source application server sem einbeitir sér aðalega að Content management og portal þróun. Zope er gífurega öflugt vefgerðar tól og gerir maður síðurnar aðallega í ZPT eða Zope Page Template. Það er sérstakt template language sem að leyfir manni að gera síðurnar í WYSIWYG editor án þess að hún komi með villur vegna ókunns kóða innan síðunnar. Scriptin eru skrifuð í python sem er gífurlega öflugt og er meira að segja Zope sjálft skrifað í því.

Með Zope er hægt að downloada CMF sem er Content Management Framework og auðveldar það að gera síður með content management systemi. Einnig er hægt að fá öflugri útgáfu af þessu CMF sem kallast Plone. Mæli eindergið með að fólk prufi það á http://www.plone.org/.

Þetta kerfi leyfir manni að gera marga usera og gefið hverjum mismunandi réttindi. Í byrjun þegar maður gerir user þá er maður bara vejulegur notandi sem skoðar síðunna. En admin getur gefið manni réttindi til að breyta síðunni eða verða moderator sem fer yfir allar breytingar og samþykkir. Og svo er auðvitað history sem geymir síðustu 20 breytingar til að hægt sé að undoa. Og þægilegt er að maður kerir þessar breytingar bara inni í síðunni en þarf ekki að fara í administrator part vefsins nema að að það sé verið að breyta kóða eða template. Vejulegur content manager þarf semsagt ekki að hafa áhyggjur af flókna admin hlutanum. Og hér er ég bara búinn að vera tala um CMF hlutan sem er minnsti hlutinn af þessu kerfi.

Sem dæmi um notkun má benda á til dæmis að US Navy notar þetta kerfi undir allar byrgðar skrár og til að documenta allar þær flóknu breytingar sem þeir gera á sínum vélum og er þar að leiðandi nauðsynlegur hlutur í starfsemi hans. Paramount notar þetta kerfi undir síður allra 36 stöðva sinna eins og http://www.cbs2.com/. US MArines nota þetta sem kennslukerfi. WebMD.com notar þetta undir sína síðu og fá þeir nokkur hundruð þúsund hits á dag. Og svo hef ég frétt af því að deCode er að nota þetta eitthvað.
Þannig að ekki er spurning um að þetta kerfi standi sig og er líklega útbreiddasta CMF sem í notkun er.

Ég mæli eindregið með að fólk skoði þetta kerfi og fari að nota það í ríkari mæli. Sérstaklega vefstofur sem vilja geta boðið upp á öruggt og eitt það öflugasta kerfi á markaðinum en kostar ca hálfa milljón minna en þau kerfi sem er til boða eins og Lisu og öll þau.

Hér eru nokkrir linkar:
- http://www.zope.org/ - Development síðan. Rosalega öflugt og þægilegt document system um Zope og hvað er hægt að gera með því.
- http://www.zope.com/ - Corporate síðan þeirra. Meiri sölusíða með demo movies og alles.
- http://www.plone.org/ - Gífurlega öflugt Content Management Framework

Einnig væri gaman að heyra í þeim sem eru að nota þetta hér á landi og í hvað þeir hafa notað það.