Tilraunastofan #1 - Minesweeper Jæja, þó ég sé ekki stjórnandi hér, og er ekkert að setja út á þá sem eru það, þá langar mig að koma af stað tilraunastofunni okkar.
Hugaskrifararnir okkar hafa ekki fundið tíma til að búa til eitthvað form sem hægt er að nota undir þetta þannig að mín tillaga er að nota bara greinarnar, til að byrja með allavega.
Þar sem ekki allir hafa aðgang að netþjónum sem keyra server side scriptur, eða kunnáttu til að skrifa þær, þá fannst mér alveg tilvalið að firsta tilraunin væri leikur, skrifaður í client side máli. Javascript, vbscript, …
Minesweeper ætti ekki að vera of flókinn svona til að byrja á.
Leikurinn þarf ekki að vera fullkomin útgáfa af leiknum sem fylgir með windows stýrikerfinu, en allavega að minna á hann.
Það eru engar kröfur um það að leikurinn virki í öllum vöfrum, allt í lagi þó hann virki bara í einni útgáfu, t.d. netscape 4.7.
Allavega þegar þú vilt senda þína útgáfu inn þá einfaldlega svarar þú þessari grein og setur inn hlekk sem vísar á leikinn. Tiltekur í hvaða vafra hann virkar og hvaða client side mál er notað.
Einu kröfurnar sem gerðar eru að við hverja aðgerð þarf að vera stutt lýsing og svo, að sjálfsögðu, þarft þú að skrifa leikinn sjálf(ur).
Dæmi:
// Opnar alert glugga og skrifar breytuna skilabod á hann
function segjaHallo(skilabod){
alert(skilabod);
}

Vona að viðbrögðin verði góð!