Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að Perl sé allveg dottið úr þessari menningu. Er PERL allveg dáið eftir mörg góð ár, eitt gott verk sem mér dettur í hug er http://www.clan-k.com sem er skrifað í perl, eða held það allveg örugglega.

Perl hefur allt það sem við erum að leita að. Að vísu er erfitt(eða ekki hægt) að tengja perl við MySQL grunn(ef það er létt og hægt endilega látið mig vita hvernig). En að vísu hef ég voðalega lítið séð nýjar síður, stórar síður, verið kóðaðar í perl, er php og asp allveg að valta yfir perl. Bara pæling hjá mér.