Jæja, ég á ekki sjö dagana sæla núna. Það virðist sem Flash 5 sé að rústa eigin skjölum hjá mér reglulega, svona tvisvar í viku að jafnaði. Undanfarinn tæpan mánuð hef ég þrisvar lent í því að skjal hefur eyðilagst hjá mér sem ég hef unnið mikið að. Þetta eru verkefni sem ég er að vinna í skólanum og í öll skiptin var ég að fara að skila verkefnunum sama dag. Hef misst samtals meira en viku vinnu tæplega (10-11 dagar) og komin með alveg nóg af þessu.

Í fyrsta sinnið gerðist það að ég fékk meldinguna “File is corrupted” sem þýðir að maður getur ekki opnað skjalið aftur, ekki séns.

Annað skipið gerðist það að diskurinn hrundi hjá mér (ég er með sleða sem ég fer með á milli skóla og heimilis) en öll skjölin náðust til baka nema flash skjölin sem ég var að vinna í.

Þriðja skiptið var þannig að ég mætti niðrí skóla í fyrradag og opnaði aðalskjalið sem var tómt! Ekkert í því og ég mátti gjöra svo vel og byrja aftur á sömu vinnunni í þriðja sinn.

Nú veit ég munur á stýrikerfum hefur eitthvað með svonalagað að gera - hugsanlega - ég er með XP heima en í skólanum er 2000 kerfið. Ég er með Fat32 skráasystem en skólinn með NTFS (var það ekki annars nafnið?) Sleðinn var straujaður vegna þess að skráakerfið virtist vera í steik. Það var gert fyrir 4 dögum síðan.

Núna tek ég eftir því að skjalið sem ég hef verið að vinna í undanfarna daga sést ekki í windows explorer. Ég hef tekið fjölda afrita en ekkert þeirra sést. Ég er búin að útiloka að það geti verið hidden, og það sést hvergi, nema þegar ég fer í recent files í flash þá get ég opnað það. En ef ég segi open í flash eða einhversstaðar annarsstaðar, þá er skjalið ekki til staðar. Hef leitað í dos glugganum að því með dir og attrib skipununum og það er horfið.

Hvað í ósköpunum er málið????
Hvað get ég gert til að losna við þessi vandamál annað en að kveðja flash að eilífu?? ég er orðin svo pirruð og foj yfir þessu veseni, ég hef bara aldrei nokkurn tímann vitað annað eins vesen.

Ef mér tekst ekki að finna neina skýringu á þessu sé ég mig nauðbeygða til að hætta bara að nota þetta annars ágæta forrit:(( Það er ef mér tekst einhverntímann að ljúka þessum verkefnum mínum!

Plís ef einhver hefur hugmynd um það hvað gæti verið að þá endilega gefið mér ráð.