Hvernig er það með hugmyndir íslenskra forritara. Hefur ekki komið nein ný hugmynd að einhverju nýju og skemmtilegu. Það virðist bara að allir virðist vilja gera sama forritið upp á nýtt. Þá á ég náttúrulega við vefumsjónarkerfin. Á tímabili kom upp nýtt vefumsjónarkerfi á mánaðarfresti. Hvert öðru dýrara og ekkert nýtt kom framm í þeim. Er fólk hér á Íslandi að hætta hjá sínu fyrirtæki og stofna sitt eigið fyrirtæki til að gera nákvæmlega sama. Ég tók 10 mínútna surf og fann þessi kerfi hér á landi.

Óðinn Vefumsjónarkerfi
Nepal
Lisa frá Innn
Xodus
Vefviðhaldskerfi Vefur.is
Kasmir Íslensku Vefstofunnar
VYRE (Fyrrverandi Salt)
Kaktus frá adLib
i-Gen frá DNA
SoloWeb frá Vefsýn
Webmaster frá Origo
CurioWeb frá Annað Veldi

Auk nokkura sem ég er örugglega að gleyma. Og hér tel ég ekki með þau tugi kerfa sem eru basically addon á Lotus Notes eða einhverju líku því.
Ég vil bara skora á ykkur að fara að gera nýja hluti sem koma að gagni. Ég sver það að ef einhver gerir enn eitt vefumsjónarkerfi í viðbót þá brjálast ég. Það er ótakmarkaður fjöldi tækifæra í boði. Hundruð fyrirtækja þurfa allskonar tímabókunarkerfi, project management systems, pöntunarkerfi ofl. ofl. ofl. Og þau borga góða peninga fyrir það þar að auki. Ekki fara sóa peningum og hugviti í enn eitt umsjónarkerfið sem þú selur kanski eintak af á 2 mánaða fresti og nær ekki upp í laun.