Jæja þá er loksins komið að því að MM eru búnir að gefa út nýja útgáfu af Flash sem heitir titluð MX. Hægt er að nálgast það á vef MM en það er rétt að minnast á það að þegar þessi grein er skrifuð er gríðarlegt álag á vefþjónum þeirra og þarf fólk að gefa sér góðan tíma í það að sækja forritið.



Nýjasta útgáfan er töluvert stærri en fyrirrennarar hennar eða um 47 mb fyrir win.



Það sem er nýtt í þessari útgáfu er meðal annars..


Að núna er hægt að flytja inn “import” fleiri gerðir af hreyfimyndum en bara QT, svo sem mpg og DV, að vísu hefur mér ekki enn tekist að koma mpg skjali inn í flash-ið en QT virkar fínt. Myndskeiðið er sett inn í swf skjalið þannig að það er hægt að stjóra spilun á því innan úr flash skjalinu.

Einnig er búið að endurbæta action scriptið enn meira, betri debugger, litlar hjálpa upplýsingar t.d. stopAllSounds : Stop playing all sounds.

Property Inspector er gluggi sem birtir viðeigandi upplýsingar um viðkomandi hlut, svo sem texta, symbols, ramma (frames) og compónenta

Einnig er búið að eiga svolítið við viðmótið þannig að skjárinn fyllist ekki af litlum gluggum sem voru oft bara fyrir í fimmunni.

Það er líka búið að bæta við þeim möguleika að láta flash skjalið sækja jpg myndir og mp3 skjöl til birtingar, þetta hefur það í för með sér að flash skjalið verður minna fyrir vikið, hægt er að uppfæra skjölin án þess að þurfa að koma við swf skjalið og líka gera það, swf skjalið, aðeins meira dynamic t.d. að láta flash athuga dagsetninguna hjá þeim sem er að skoða skjalið og spila t.d. jólalög ef það eru jól. Ég veit að þetta er ekkert voðalega sniðug hugmynd en ætti að gefa hugmynd um hvað er hægt að nota þetta í.

Og síðast en ekki síðst þá er líka búið að gera tímalínuna þægilegri, þ.á.m. búið að setja inn möppur eins og eru í Library til að geta skipulagt sig betur og meiri upplýsingar hvað er að gera í hverjum ramma fyrir sig

Vísu kom FlashMX út í dag þannig að það verður spennandi að sjá hvernig maður á eftir að venjast því en fyrsta klukkustundin lofaði góðu.