Þið sem eruð að stíga ykkar fyrstu skref i HTML/Vefsíðugerð hafið um nóg að hugsa. Það er til fjöldinn allur af WYSIWYG (what you see is what you get) editorum svo sem Frontpage, Dreamweaver og fleiri.

Að mínu mati ættu allir að læra skrifa HTML kóða í venjulegum texteditor (Notepad, Textpad, Editplus o.s.frv.) áður en farið er út í WYSIWYG editora. Það eru nokkrar ástæður fyrir því:

1. Flestir WYSIWYG editorar og þá sérstaklega Frontpage skrifa óþarfa mikinn og alveg hryllilega vondan/óhreinan kóða.

2. Til þess að geta nýtt editora eins og Dreamweaver til hins ítrasta þarftu að kunna HTML.

Það eru sjálfsagt sumir sem spurja sig: „Hvað er svona vont þó að kóðinn sé stór og ljótur, síðan sjálf er alveg fín“.
Það getur svo sem vel verið, að síðan sé ágætlega útlítandi þó svo að kóðinn sé vondur. Málið er bara það að því meiri sem kóðinn er því hægari verður síðan, og í þessum heimi skiptir hver sekúnda máli.

Það eru mörg atriði sem skipta máli í Vefsíðugerð og að mínu mati er útlitið alls ekki mikilvægast, þó svo að það sé ekkert nema jákvætt að hafa síðuna flotta. Að mínu mati má raða þessu niður eftir mikilvægi á eftirfarandi hátt:

1. Síðan á að vera hraðvirk:
Fólk er mjög óþolinmótt og nennir sjaldnast að bíða í margar mínútur eftir að síðan hlaði. Þetta má t.d. koma í veg fyrir með því að skrifa hreinan kóða og passa stærðina á myndunum sem maður notar.

2. Síðan þarf að hafa eitthvað efni:
Það er allt morandi í vefsíðum sem segja bara Hæ ég heiti Kalli. Það er gott og blessað að gera svona síður þegar maður er að fikta sig áfram með HTML og læra af þessu, en ef þú hefur ekkert meira að segja þá held ég að flestum sé sama hvað þú heitir.

3. Útlit:´
Gott útlit er alltaf stór plús, nema það bitni á virkninni. Þetta er hægt að koma í veg fyrir með því að hafa myndirnar ekki taka of mikið diskpláss (sjá atriði 1). Einnig er hægt að gera mjög flottar síður án þess að nota myndir, bara með því að velja smekklega liti, leturgerð o.s.frv.

Þetta er smá yfirlit yfir þá hluti sem þarf að hugsa um. Ég vona að einhverjir hafi haft gagn af þessu, en að lokum ætla ég að telja upp örfáa staði þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar.

<a href="http://www.webmonkey.com“>Webmonkey</a>
<a href=”http://www.devshed.com“>DevShed</a>
<a href=”http://www.htmlgoodies.com“>HTML Goodies</a>

Ircrásin #html á Ircnet, og að sjálfsögðu Vefsíðukorkarnir hér á <a href=”http://www.hugi.is">Hugi.is</a