Ég veit ekki hvað ykkur finnst, en mér finnst fólk almennt ekki kunna að nota fonta í vefsíðum. Sem betur fer er <font> tagið alveg að hverfa og fólk að nota cascading stylesheet í staðinn, hamingjunni sé lof!
En hins vegar sé ég oft bregða fyrir það sem ég vil kalla “fílabeinsturns-veiki”. Hún lýsir sér svona: “Ég er hinn almáttugi vefhönnuður, og vefurinn skal líta nákvæmlega svona út, og ég gef skít í hvort fólk á auðvelt með að lesa vefinn eður ei”.
T.d. finnst mér helber dónaskapur og tillitsleysi að skilgreina fontstærð á meginmáli í fastri stærð, þ.e. nota px frekar en small/x-small í stylesheet. Sérstaklega á þetta við á vefum þar sem textinn skiptir meginmáli, eins og t.d. á hugi.is. Ég get ekkert gert til að gera textann þægilegri aflestrar (nema að nota Mozilla ;)).
Hvað finnst ykkur?