Í þessari grein er gert ráð fyrir því að PHP sé uppsett ásamt vefþjóni.

Hvað er PHP ?
PHP er ótrúlega einfalt forritunarmál sem mest er notað í vefsíður.

Hvar byrja ég ?
Hér ;)

Jæja. Þegar við viljum láta vefþjóninn byrja að parsa PHP, þá þarf að setja “<?php” í scriptuna sem sótt er. Til þess að hætta að parsa PHP setjum við “?>” í skránna.

Í þessari grein mun ég fjalla aðeins um breytur og aðgerðir.

Hægt er að búa til aðgerðir í PHP með forskeytinu “function”

Dæmi:
function foo($bar)
{
	return $bar;
}

Þessi aðgerð er óttalega tilgangslaus, hún tekur við “$bar” sem er breyta og skilar því.

Allar breytur í PHP eru skilgreindar með “$”.
Dæmi:
$breyta = "gildi";

Nú hef ég skilgreint “$breyta”. gildi þessarar breytu er “gildi”. Einfalt ?

En hvað með semíkommuna (“;”) ? Hvað er hún að flækjast fyrir ?
Allar aðgerðir í PHP enda á “;”, þ.e við segjum að við séum búin að vinna þetta verk og halda megi áfram í það næsta.

Hvað lærðum við ?

- Allar breytur eru skilgreindar með “$”
- Allar aðgerðir enda á “;”
- <?php og ?> til að marka PHP af.

Æfið ykkur, lesið ykkur aðeins til á Netinu og bíðið spennt eftir næstu grein ;)