Kæru lesendur!

Mig langar til að byrja umræðu um mögulega samvinnu einstaklinga við uppbyggingu og rekstur vefs sem ég hef þróað hugmyndir að.
Ég er ekki aðili á vegum fyrirtækis heldur er ég bara með hugmynd sem mig langar til að eitthvað verði úr. Áhugi minn beinist að því að safna saman ágætum hópi e.t.v. hönnuða, forritara og greinahöfunda sem gætu mótað sér sameigilegan áhuga við að setja svona verkefni í gang.

Það sem mér finnst mikilvægt er að viðkomandi aðili, þ.e. þú, geti lagt þitt af mörkum og kannski gott betur. Af hverju geri ég þetta bara ekki einn? Jú ástæðan er sú að hugmyndin mín er það viðamikil að ég er ekki að tala um nokkra linka, gamlar fréttir, ýmsa litla kóða og svo framvegis. Ég held að þessi hugmynd á sér ekki fyrirmynd hér á landi.

Ég veit ekki hvort að ágóði af þessu verkefni muni skila sér strax en að sjálfsögðu þá trúi ég því að hann komi til með að vera einhver.

Þetta er allt saman á byrjunarstigi og markmið mitt er að sýna fram á hvað tilvonandi hópur getur gert.


Með von um viðbrögð,

sibbi82