Hvert fer menningin? Ætla að koma með þriðjudagshugleiðingu.

Eins og allir vita erum við Íslendingar! Þekki of margar íslenskar síður sem eru skráðar á erlend lén, þ.e. .net/.com/.cu.uk of svo framvegis. Hvert er íslenska menningin að fara? Ég meina, er virkilega ætlast til að við séum að borga 12 þús í stofngjald og 7 þúsund á ári á meðan aðrar þjóðir eru að borga 0 í stofngjald og innan við 3þús í árgjald?

Ég verð að segja eins og er.. þetta er hneykslismál sem þarf virkilega að endurskoða! Viljum við enda í að allir vefir okkar íslendinga verði með erlendri endingu? Nei, við þurfum að hýsa upp um okkur brækurnar og gera eitthvað í málinu.

Við erum nú ÍSlengingar og auðvitað eigum við að halda okkar menningu með okkar endingu.

Niður með stofngjaldið og upp með lénin!

Þætti gott að fá álit ykkar á þessum málum. Spurning um að byrja undirskriftasöfnun á næstunni.

Með kveðju,
Nettengdu