Sælir félagar,

Ég hef verið að velta fyrir hvers vegna í ósköpunum engin hefur tekið sig til og reynt að stofna félag utan um þá sem vinna við margmiðlunar- og vefsíðugerð.

Ég held að við Íslendingar séum dáldið latir og nennum ekki að gera eitthvað nema einhver standi upp og segir svona og svona þurfum við að gera þetta. Allavega mín reynsla.

En hvað um það…

Svo nú er ég að spá hvort að þið hérna og fleiri séuð móttækilegir fyrir að stofna félag utan um vinnu okkar, sem myndi gæta hagsmuna heildarinnar sem og einstaklinganna sem væru meðlimir félagsins.

Ég er kominn með hugsanlegt nafn á félagið en það er: Félag Íslenskra Nýmiðlara (FÍN) - Hvað finnst ykkur?

Ég er líka búinn að setja niður nokkra punkta sem væri þá tilgangurinn með stofnun félagsins, þeir eru:

1) Að vinna að bættum kjörum og auknum réttindum íslenskra
nýmiðlara.
2) Að fræða almenning og fyrirtæki um mikilvægi nýmiðlara í
samfélagi dagins í dag.
3) Að vera ráðgefandi aðili í menntamálum nýmiðlara bæði á
framhald- og háskólastigi, og tryggja að menntun nýmiðlara sé
með því besta sem gerist í heiminum á hverjum tíma.
4) Setja leiðbeinandi reglur um hverjir geta talist sem fagmenn í
faginu. (efla fagmennsku í greininni)

Ég er einnig búinn að setja gróft niður hverjir teljast nýmiðlarar,
og þeir eru sem eru:

a) vef og/eða margmiðlunarhönnuðir - Sjá um útlit á vefjum og/eða
margmiðlunarefni.
b) vef og/eða margmiðlunarforritarar - Sjá um virkni og bakenda
vefja og/eða margmiðlunarefnis.
c) leikjahönnuðir og forritarar

Þetta er svona grófar hugmyndir um félagið sem auðvitað þarf að slípa til o.s.frv.

Ef þið hafið athugasemdir eða tillögur við eitthvað sem ég hef sett fram hér að ofan látið mig þá vita.
Einnig langar mig til þess að þeir sem hafa áhuga á að vera stofnfélagar og þróa félagið með mér, setji sig í samband við mig.

En eins og hef sagt þetta er allt á byrjunarstigi þannig að það er mikið verk fyrir höndum áður en félagið verður að raunveruleika, en ég er tilbúinn að fórna mér í þetta verkefni og ekki skaðaði ef að aðrir áhugasamir aðilar myndu koma að þessu máli með mér.

Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér.

Bestu kveðjur,
Stefán Kristinsson
Falcon1
——————————