Fyrst að það er merkisdagur í dag ætla ég að vera kannski grófur með því að senda inn grein um aðalvefinn minn.

Ég vasast í mörgum vefjum, bæði fyrir vinnuna og sjálfan mig, lénin sem ég er með puttana í eru fjöldamörg og misvirk eins og gengur og gerist.

Aðalvefurinn minn hins vegar, á árs afmæli í dag, og því ætla ég aðeins að segja frá afmælisbarninu. Þetta má líka lesa sem smávegis pælingar um hvernig vefir eiga að vera uppbyggðir, og hvaða fítusa mætti reyna, svona í framhaldi af ýmsum greinum hér um “fullkomna” vefi og þess háttar. Enginn heilagur sannleikur hér, bara hlutir sem eru að virka.

Þið viljið kannski hafa annan vefglugga opinn svona rétt á meðan til þess að renna augunum yfir smíðina, sem hægt er að nálgast á <a href="http://www.worldfootball.org/">www.worldfootball.org</a>

Eins og þið sjáið kannski á nafninu er þessi vefur knattspyrnutengdur (eins og fleiri af mínum vefjum) en látið það ekki stoppa ykkur, þessi vefur ætti að vera tæknilega áhugaverður fyrir ykkur þó að þið hafið ekki minnstu löngun á að lesa um knattspyrnu. Þess má geta að þessi vefur er einstakur á sinn máta í heiminum, og ég hef verið spurður hvort að ekki væri tilvalið að gera svipaðan vef um aðrar íþróttagreinar (worldhandball og þess háttar, ég blæs bara á það en aðrir mega taka það að sér :) ).

=x=x=x=

Sú gerð vefsins sem er uppí í dag er 1.0, orðin eins árs gömul. Voða litlar viðbætur orðið við hann undanfarið ár, enda önnur verkefni tekið við, sum náskyld honum. Vefsmíðin tók þó nokkra mánuði, enda massamikill gagnagrunnur sem verið er að birta.

Ef að litið er á vefinn þá sést að hann er skalanlegur að hluta til, textasvæðið skalast ekkert á forsíðu en haus og fótur (og hliðarvalmynd til hægri) fylla út í það pláss sem til er. Textasvæði sumra efnissíðna skalast, annara ekki.

Annar stór fítus við vefinn er tungumálavalið, við opnuðum vefinn upprunalega með 6 tungumálum, og 4 hafa nú bæst við. Íslenska textann mætti raunar bæta, hrá þýðing úr ensku eins og sést, en ég hef ekki komið mér í það að fara yfir hann ennþá. Þessi tungumálafítus er leystur á þann hátt að kaka er sett með tungumálavalinu, sjálfgefið mál er enska, en í skoðun er að gera sjálfgefið mál háð því hvaðan notandinn kemur (sem er reyndar mjög auðvelt að forrita), þannig að notandi frá Þýskalandi fengi vefinn sjálfgefinn á þýsku en ekki ensku.

Tungumálin er að finna í include skrám, þær eru static, en smíðaðar úr gagnagrunni þar sem að textinn er geymdur. Þegar að texta er breytt er include skrá þess tungumáls skrifuð út aftur. Einfalt kerfi sem virkar.

Útlitshönnunin er með þrískiptu leiðarkerfi, reyndar eru fyrstu tveir hlutarnir í hausnum vannýttir, ég er með nokkrar hugmyndir að lagfæringum, en það bíður þess að ég hafi meiri tíma í að klára það mál. Í hliðarvalmyndinni er svo hálfdýnamískur menu, efst höfum við heimsálfuval, því næst kemur landsvalmynd (þegar búið er að velja land í gegnum heimsálfuvalið eða með öðrum óbeinni leiðum), og að lokum er það félagsliðsvalmyndin (þegar að félagslið hefur verið valið).

Þessi hliðarvalmynd er að gera ágætis hluti, ég hef svo sem auðvitað nokkrar hugmyndir að viðbótum á henni en eins og alltaf bíður það heppilegri tíma.

Litavalið er ekki að allra smekk, mér finnst það hins vegar mjög vinalegt, enda kom ég með það sjálfur. Aðallitir WFF (samtökin sem að eru á bakvið vefinn, getið lesið meira um þau á vefnum) eru gylltur og brons, svona medalíulitir. Aðallitir vefsins vísa í þessa logoliti sem og grænku grassins, sem að knattspyrnan er ávallt tengd. Einhverjir hafa sagt að mosagræni liturinn sem notaður er sé ælulegur, en ég blæs á það, þetta er vefur sem að er með mjög einstöku litaþema og ætti að hafa ákveðið branding power.

Á þessu eina ári hafa komið að meðaltali 920 manns á dag á vefinn, eðlilega voru mun færri á dag fyrstu mánuðina, og mun fleiri en þetta á dag seinni mánuðina, í dag eru þetta um 1400-1500 manns sem að skoða vefinn og leita sér upplýsinga á honum. Alls hafa 135.573 gestir látið sjá sig (Unique visitors), þar af 21.253 oftar en einu sinni.

Á bak við vefinn er þokkalegt admin kerfi, það hef ég smíðað sjálfur frá grunni sem og vefinn sjálfan (ég hef verið að skoða þennan meir en ársgamla kóða minn undanfarið og verð að viðurkenna að margt er hægt að bæta þar :p).

Hvað meira get ég sagt um vefinn? Hann skýrir sig í raun sjálfur, þú getur leitað ýmissa upplýsinga um knattspyrnu á honum, en margt vantar enn. Það hins vegar bíður útgáfu 2.0 sem að verður í PostgreSQL en ekki MySQL (ástæða: MySQL uppfyllir ekki lengur kröfurnar sem eru til flækjustigs gagnagrunns).

Útgáfa 2.0 mun innihalda:
-betra admin kerfi, verður lagskiptara (svipað huga kannski) þannig að einstaklingar geta orðið t.d. admin yfir félagsliðum í Wales, í dag er admin kerfið þannig að menn eru annaðhvort admin og geta allt eða ekki admin
-deildir munu eignast stöðu og líklega verða með lifandi tölfræði
-úrslit leikja og leikjaplön munu fara að sjást á vefnum
-XML/RSS stuðningur þannig að t.d. knattspyrnuvefir gætu notast við uppfærðar deildartöflur okkar og þyrftu ekki að uppfæra þær sjálfir
-leikmenn færðir í gagnagrunna, hægt að fletta upp leikjum leikmanna og slatta af annari tölfræði
-betri útfærsla á tenglasafni
-og margt margt fleira

Í dag finnst mér vefurinn ekki vera mikið meira en svona gloryfied símaskrá, hægt er að finna heimilisföng og símanúmer yfir 6000 félagsliða, en mest lítið annað af upplýsingum. Þessu á að breyta árið 2002.

Ég er alltaf að spá og spöglera í breytingum og viðbótum eins og eðlilegt er fyrir vefsmiði, nema hvað að þessa dagana er ég að vinna í því í mínum frítíma að smíða vefumsjónarkerfi fyrir worldfootballclubs.org (náskyldur vefur), þar sem að félagslið geta komið sér upp opinberum vef á einfaldan máta (þegar að ég er búinn að forrita admin svæðið það er :p ).

Mér finnst tilvalið að enda þessa grein á því að spyrja lesendur hvað þeim finnist almennt um leiðarkerfis(navigation) pælingarnar sem eru í gangi á vefnum, og hvort að þeir myndu leysa þessi mál öðruvísi.

P.S. Ef að þú hefðir áhuga á því að taka þátt í að smíða þennan ofurknattspyrnuvef endilega hafðu samband, þetta er massíft non-profit verkefni sem eftir verður tekið :p
Summum ius summa inuria