Homesite 4.5 Cazper skrifaði þessa ágætu grein um Dreamweaver, þannig að ég ákvað bara að taka mig til og skrifa um Homesite.

Til þess gefa ykkur smá innsýn hvað homesite er, þá er Homesite textaritill frá Allaire (Macromedia). Ólíkt Frontpage eða Dreamweaver, þessum svokölluðu WYSIWYG tólum er HomesiteWYSIWYN (What You See Is What You Need) ;)

Við skulum kíkja aðeins á features í Homesite, þetta velur í sér Project Manager, HTML Tag Completion, HTML validation and insight, FTP, CSS, Töfra (Wizards), Templates, Extended Search and Replace, ásamt helling helling af öðru skemmtilegu dóti.

Ef þú ert með stóra síðu er project managerinn eitt það þægilegasta. Hugmyndin er sú að þú býrð til project fyrir einhvern vef. Skilgreinir hvað projectið heitir og hvaða file exstension mega vera í því. Þú getur síðan séð allt sem tengist vefnum þínum, myndir, script, síður og séð hvernig þetta tengist allt saman. Þetta er aðeins brot af því besta.

Homesite hefur þrjú mode: Edit, Browse, Design.
- Edit Mode, þarna skrifar þú inn allan kóðann þinn.
- Browse Mode, þarna getur séð hvernig síðan þín lýtur út
- Design Mode, þarna er á ferðinni “mjög einfaldur” WYSIWYG editor, sem er í rauninni ekki WYSIWYG editor.

Homsite hefur þann hrikalega góða kost að þú getur aðsjálfsögðu haft mörg opin skjöl. En kosturinn við þetta er að hún opnar þau öll inn í editornum, neðst eru síðan tab sem þú getur flakkað á milli. Semsagt ekki eins og Dreamweaver og Word sem opna nýtt forrit fyrir hvert skja.

Að kóða í Homesite er einnig mjög þægilegt. Fyrst ber að nefna að Homesite litar kóðan.
Homesite hefur nokkur gefin litaskema.
- HTML
- ASP-VbScript
- ASP-JScript
- CSS
- JavaScript
- VbScript
- Perl
- PHP
- Text
- SQL
- JSP
- Java

Þessum litaskemum er hægt að breyta eftir þörfum, en að sjálfsögðu geturu líka búið til þín eigin.

Homesite gefur þér þann möguleika að númeralínurnar sem er nátturlega möst (default)

Tag insight er skemmtilegur fídus. Þarna er á ferðinni drop down box sem birtist þegar þú ert að skrifa kóðan t.d. þegar þú ert að skrifa html gefur þetta drop down box þér attribute fyrir tagið sem þú varst að skrifa.
DÆMI: Ég skrifa “<table ” býð í ~2 sek. þá fæ ég upp dropdown box með öllum attribute-um fyrir table tagið þar vel ég bara attribute sem ég vil og homsite skrifar það alltaf jafn óðum.

Þegar ég síðan loka taginu hjá mér. Kemur annar skemmtilegur fídus í ljós en það er “Auto Completion” Semsagt þegar ég klára tag skrifa homesite fyrir mig enda tagið.
DÆMI: Ég skrifa “<table>” og homesite skellir inn “</table>” fyrir mig.

Það er sífellt HTML validation í gangi í Homesite. Sem þýðir að ef ég skrifa eitthvað inn sem er ekki til í HTML þá birtist rauð rönd niðri sem segir t.d. að þetta attribute sé ekki til HTML 4.0. Eða að ég gleymdi að loka tagi. Þetta er MJÖG þægilegt.

Auk þess get ég látið Homesite, validate-að síðuna mína, eða bara eitt ákveðið tag. Þá get ég einnig látið Homesite farið yfir linkana mína.

Efst í homesite eru littlir takkar/tabs þarna eru helstu tög í HTML, þarna er líka fyrir asp, script og CFML. Þetta er getur verið mjög þægilegt.

Annað mjög líkt þessu er INSERT -> Tag (hægri klikk). Fyrst veluru hvernig tag þú villt láta inn, t.d. HTML, WML, CFML síðan færðu upp lista af viðeigandi tögum. Semsagt algjört Tag Library.

Þá er einnig hægt að hægri klikka á Tag og segja Edit Tag. Þá færðu upp lítin glugga sem gefur þér öll properties fyrir þetta ákveðna tag.

Homesite er með mjög þægilegt Search and Replace Function. Það er þetta basic search and replace, sem leitar þá í skjalinu sem þú ert með opið. Þá er einnig til svo kallað Exstended Search and Replace, þarna geturu látið homesite leita eða/og replace-að í projectum, folderum, eða öllum opnum skjölun. Þá geturu líka stillt í hvernig skjölum hún að að replace, bara .html, eða .asp eða kannski bæði.

Function-in og möguleikarnir eru endalausir og ef ég held áfram að gera grein fyrir þeim áttu eftir að sofna. Það er að segja ef þú ert ekki sofnaður. Það er þó eitt sem ég verð að segja frá og það er “Fullscreen View” þarna felur Homesite alla takka, directory, allt.
Eftir stendur Menu Barinn (File, Edit…) og risastjórt texta svæði.

Ég gef Homesite einkunina 10/10 og þegar ég flakkaði um netið eftir að ég hafði skrifað þessa grein að leita af öðrum review-um sá ég að allir þeir sem skrifa um editora eru sammála um að Homesite er eitt snilldar forrit.

Allavega, ég læt þetta duga.

Kær Kveðja
ask | bergur.is