Frontpage Jæja núna er menn búnir að hnakk rífast um hvort sé betra PHP eða ASP. En mig langar að tala um Frontpage.

Frontpage er nú það eitt versta HTML forrit sem að framleitt hefur verið og er nú kærkominn búbót hjá þeim Microsoft mönnum. En hvernig stendur á því að þetta forrit forritar svona mikið bull af kóða? Það er ekki hægt að vinna neitt með þennann blessaða kóða sem að þett forrit býr til og svo er fólk að nota þetta og biður svo forritara að forrita eitthvað í kringum þetta það er bara eiginlega ekki hægt.

En þeir hjá Microsoft passa sig á því að látta þetta forrit efr forrit á að kalla fylgja með Windows svo að fólk sem að langar til að prufa prufi nú endilega þetta HTML forrit sem að gerir ekkiert annað en að skemma HTML og bulla eitthvað.

Oft er það þannig að eitthvað sem að gæti tekið eina blaðsíðu tekur þrjár og það hlítur að vera lengri tími sem að tekur að d/l þessum síðum af netinu. En ég hef mikið notað Dreamwaver og það er HTML forrit sem að rokkar. Það sparar tíma og ekkert mál að vinna með kóðann sem að það skrifar einfalt að breyta sjálfur HMTL kóðanum og svo lítill sem enginn bull kóði eins og hjá Frontpage

En ekki eru allir með sömu skoðunn og ég en þá bið ég þá um að prufa Dremweaver og athuga hvort að það sé ekki miklu betra