Nú hef ég verið svoldið í því að aspa og kann því mjög vel en nú er PHP nýasta æðið í vef forritun og margir segja að það sé eitt besta vef forritunar mál sem komið hefur og á að vera hraðvirkara og annað í þeim dúr.

En ég hef ekki fundið neinn mun á hraða þegar komið er á netið er PHP nokkuð betra en ASP?

ASP getur talað við flest alla gagnagrunna þótt að það noti access mikið og það nægir allveg flest öllum vefsíðum sem gerðar eru þótt að access geti ekki geymt endarlaust þá er það slatti af gögnum.

Er PHP nokkuð betra það er hægt að gera flest allt í ASP sem að er gert í PHP og ef að hraðamunurinn er lítill sem enginn hvað er ég að græða á því að forrita í PHP? Þótt að ég viti að PHP síður eru flest allar hostaðar á unix en ASP síður á WIN2000.

Er einhver sem að veit hver munurinn er á milli þessara tveggja forritunar tungumála og hvort að PHP sé í rauninni betra eða er það bara í munninum á unix fans?