Hér er smá kennsla i hönnun á forritum fyrir netið. Sumir púnktar eru óþarfir fyrir einfaldar síður eins og persónulegar síður og litlar fyrirtækis síður en af þú ætlar að fara í samkeppni við Huga.is td. þá kemstu ekki langt án þess að fylgja þessu eftir. Ég fer ekkert í kóðunar partinn þar sem að ef þið kunnið það ekki þá eruð þið hvort eð er ekkert að pæla í þessum hlutum. Fyrir þá sem langar að byrja alvöru vefforitun þá mæli ég með að skoða http://www.rubyonrails.com/screencasts og http://www.rubyonrails.com/docs

Þessar reglur mætti samt yfirfæra á nánast allt sem að þið gerið tölvutengt.

1. Pældu áður en þú byrjar.
Skrifaðu niður á blað hvað þú ætlar að gera. Teiknaðu myndir og flæðirit ef þess gerist þörf. Alltof margir skella sér bara í að byrja forritunina og bæta við smám saman því sem þeim dettur í hug. Eftir nokkra daga af forritun veistu ekkert hvar hlutirnir eru. Alltof margir hafa þurft að henda öllu sem þeir hafa gert og byrja upp á nýtt vegna þess að þeir skelltu sér bara í djúpu laugina.

2. Hannaðu grafík og útlit fyrst.
Byrjaðu á að gera HTML útgáfu af verkefninu. Þetta er það sem allir munu sjá og í raun það eina sem skiptir máli. Þetta hjálpar þér einnig við að fá yfirsýn yfir hvað þarf að gera og hvernig þú átt að skipta kóða og grunnum upp. Þegar þú byrjar svo á forritunar partinum þá geturu séð hlutina byrja að virka og hefur fulla yfirsýn yfir hvað er eftir og hvað er búið. Passaðu þig svo að fylgja XHTML og CSS staðalinum hið ítrasta stax frá fyrsta degi. Treystu mér að þú vilt ekki þurfa að eyða mörgum dögum í að finna út afhverju einhver tafla er hægra megin í Firefox en vinstra meginn í Explorer.

3. Ekki missa þig í gagnagrunns töflunum.
Fyrsta sem þér er kennt í forritun er að skipta upp töflunum. Það sem ætti að vera kennt í öðru skrefi er að missa sig ekki í fjölda taflna. Það er allger óþarfi að vera með sér töflu fyrir blogg innihald og aðra fyrir venjulegar síður og þriðju fyrir comments. Sameinaðu allt þetta í eina töflu og gerðu frekar skilgreiningu í töflunni fyrir hvað hver færsla tilheyrir. Ef þú ert með 50 töflur í grunninum þá veistu að þú ert að gera eitthvað rangt.

4. Gerðu beinagrind af forritinu.
Áður en þú byrjar að forrita búðu til allar skrárnar. Hafðu ekkert inní þeim nema texta comment sem segir hvað þú hafðir ætlað þér að hver skrá gerir. Ef þú hefur fylgt eftir fyrstu þrem púnktunum þá ættiru að hafa nógu góða yfirsýn til að geta gert þetta á nokkrum mínútum. Hér gildir það sama og með gagnagrunnin. Skiptu hlutunum upp en ekki missa þig í því. Það er óþarfi að vera með sér kóða til að setja fram innihald úr bloggi og annan til að birta texta úr commentum. Þú ert að gera það sama í báðum tilfellum. Eina sem er öðruvísi er hvað þú ræsir upp kóðann.

5. Skrifaðu leiðbeningar og kóða á sama tíma.
Allir vita það er nauðsynlegt að kommenta hæfilega í kóðanum til að þú og allir viti hvað hver partur gerir. En fæstir spara sér tima með því að skrifa leiðbeiningarnar fyrir forritið á sama tíma. Skrifaðu ítarlegar en skiljanlegar leiðbeiningar á sér stað um hvað þú ert að gera. Fylgdu sömu reglum með leiðbeiningar. Fyrst ákvörðunin, svo útlit og form og svo niðurskipting.

6. Ekki pæla of lengi í því sem gæti gerst.
Margir gera þau mistök að byrja frá fyrsta degi að pæla í framtíðinni. Þú átt ekki að þurfa að hugsa um hvað þú þarft að breyta ef að þú ferð allt í einu að fá 300.000 notendur á dag. Ef að þú hefur gert hlutina nógu einfalda og án óþarfa kóða þá er allt í lagi að leyfa framtíðinni að vera seinni tíma vandamál. Þú getur alltaf breytt hlutunum eftirá. Ef að þú bíður of lengi með að opna aðgang að þessu þá eru bara meiri líkur á að þú fáir aldrei þessa 300.000 notendur og þá er öll vinnan óþörf. Sama með að gera of mikið ráð fyrir auka fídúsum. Ekki vera að skrifa einhvern ofur flókinn plugin kóða til að hjálpa þér seinna. Ef að uppsetningin þín er nógu einföld þá mun það ekkert hjálpa þér seinna meir. Bara tefja fyrsta skefið.

7. Kláraðu sem fyrst.
Kosturinn við að vera að vinna að verkefni fyrir aðra er að þú ert með tímamörk(deadline) og takmörk(milestones). Það er alveg ástæða fyrir því að takmörk og tímamörk voru fundin upp. Þetta bara einfaldlega hraðar á verkefninu. Settu þín eigin takmörk og tímamörk ef þú ert að gera þetta á eigin spítur. Ef að þú ætlar bara að klára hlutina bara einhvertíman þá munu þeir klárast 3 mánuðum eftir “einhvertíman.” Því lengur sem þú leikur þér og dútlar því meiri líkur eru á að þú gerir of mikið. Vinsælustu hlutirnir í netheimum eru þeir sem gera það sem þeir eiga að gera og ekkert meir.

Jæja…
Þorir einhver almúginn að vera ósammála mér.