Kunnátta: skilningur á html, og helst kunnátta líka.

Grunnkennsla felst í því að sýna hvernig php prentar út html og hvernig breytur virka.

Ég býst við því að sá sem ætli að prófa php sé með vefþjón og php uppsett á vélinni sem hann er að vinna á eða með aðgang að slíkri vél. Hvernig á að setja upp php er ekki markmiðið með þessarri kennslu.

Auðkenna php frá html:
til að byrja með verður skjalið sem inniheldur php kóðann að heita einhverju nafni.php (samkvæmt því sem skilgreint er á vefþjóninum) til þess að vefþjónninn viti að þetta skjal á að fara í gegnum php forritið áður en það er sent til vafrans til skoðunar.
html skjal er lesið ofan frá og niður og frá vinstri til hægri, eins er farið með php. þegar þú vilt byrja php kóða notar þú &lt?, skrifar síðan kóðann og lokar aftur með ?> til að fara aftur út í venjulegt html.
hægt er að byrja og enda php kóða eins oft og þú vilt í skjalinu, og einnig hvar sem er, svo lengi sem það komi áður en html lýkur með &lt/html>, td:
&lt?
einhver php kóði;
?>
&lthtml>
&lthead>
&lttitle>
&lt?
einhver php kóði;
?>
&lt/title>
&lt/head>
&ltbody>
&lt?
einhver php kóði;
?>
&lt/body>
&lt?
einhver php kóði;
?>
&lt/html>

Einhver php kóði:
php skipun endar alltaf á ; (semikommu), algengastu villurnar í php eru þær að gleyma semikommu eða villur með gæsalappir.

Prenta út html:
php skipunin print “hallo”; prentar út hallo, eins og skrifað hefði verið hallo í venjulegu html,
print “&ltfont size='18'>hallo&lt/font>”;
prentar út hallo með viðeigandi fonti eins og í venjulegu html.

það er einstaklega þægilegt að nota php kóða til að prenta út html í vissum tilvikum, eins og til dæmis ef verið er að ná í upplýsingar úr gagnagrunni og hver færsla á að skrást sem ein röð í töflu.

Þetta ætti að vera frekar auðskiljanlegt, endilega prófaðu þig áfram með að prenta út html.

php breytur:
breytur er eitt af því mikilvægasta sem notað er í kóðunar og forritunarmálum eins og php.
breyta (variable) er geymsla fyrir ákveðið innihald, td:
$hallo = “ég er inni í breytunni hallo”;
breytur í php eru skilgreindar með $ (dollaramerki) og síðan einhverju nafni á eftir því, nokkrar reglur gilda um hver þessi nöfn mega vera en það skiptir litlu máli…(nokkur nöfn eru frátekin, ekki special characters og ekki númer)

allavega, núna gæti ég prentað út breytuna $hallo svona:
print “$hallo”;
út úr þessu kæmi á vefsíðunni: ég er inni í breytunni hallo

Tölur og texti:
breytur innihalda annað hvort texta eða tölur, mismunandi aðferðir eru notaðar til að vinna úr texta eða tölum í breytu.
t.d notar maður + þegar verið er að leggja saman tölur, og þar af leiðandi breytur sem innihalda tölur, en . (punkt) þegar verið er að leggja saman texta eða breytur sem innihalda texta, td:
$texti = “hallo”;
$meiritexti “, ég heiti björn”;
$tala = 5;
$onnurtala = 7;

takið eftir að þarna greini ég á milli texta og tölu með gæsalöppum, ef ég myndi segja $tala = “5”; þá væri ég að tala um textann 5, en ekki töluna 5.

allavega, áfram með smjörið:
$allurtextinn = $texti . $meiritexti;
$utkoma = $tala + $onnurtala;

print “$allurtexti”;
print “$utkoma”;

út úr þessu kemur: hallo, ég heiti björn12

af hverju svona? jú, ég sagði ekki að það ætti að það ætti að vera bil eða &ltbr> á milli textans sem ég prentaði út eða neitt…heildardæmi:

print “$&ltfont size=18>allurtexti&ltbr>”;
print “$utkoma&lt/font>”;

bj0rn - njótið vel