Í kjölfar algjörs hrun á auglýsingum á Internetinu vegna tregu og vantrúar auglýsenda á Internetinu hafa verið uppi hugmyndir um að búa til svo kalla “Next generation banner ads” til að laða að auglýsendur.

Ég er nú þegar byrjaður að taka eftir þessum nýju auglýsingum á nokkrum stórum vefsetrum. ZDnet.com er t.d. búið að taka upp þetta auglýsingaform, og fleiri.

Gott dæmi um næstu kynslóðar auglýsingar á netinu er Flash mynd, í 360x300, með hljóði og virkni. Ég kýs að kalla þetta form af auglýsingu sem “Virk auglýsing”.

Þetta hljómar sem ansi stór auglýsing, um helmingur af 640x480 upplausn. En ég held að það sé þörf á svona auglýsingum á netið til að laða að fjármagn. Þessar litlu GIF animation auglýsingar eru orðnar úreldar og virka ekki, þörf er á nýju lífi.

Auk þess sem Flash myndir eru orðnar léttar (bæði í keyrslu og download tíma) er kjörið að nota þær í þessum tilgangi.

Þannig að þið sem eruð að hanna vefi skulið hafa þetta til hliðsjónar, gerið ráð fyrir 360x300 í pláss fyrir virka auglýsingu einhversstaðar á vefsíðunni.