Hvílíkur aragrúi... Það er með ólíkindum hversu margar síður flæða inn á netið, sem eru annað hvort um hvað viðkomandi á marga hunda, eða hvort að hann sé oft út í heitapotti.
Svo eru flestar síður sem unglingar skíra eftir nafninu sínu, með fréttum sem eru stolnar af einu síðunni sem gerir eitthvað, ingthor.com.
Beib dagsins, slúður.
Það er bókstaflega fátt merkilegt sem menn eru að setja inn á síður, merktar sínu eigin nafni sem eiga að fjalla um daginn og veginn. Nú er ég ekki að tala um síður, sem viðkomandi hefur sett upp, vegna fyrirtækis síns,og heitir nafnið hans, bara um þetta hér fyrir ofan.
Já, það er ekki til leiðinlegri síður, en þegar fullorðnir menn 20-40, ekki einhverjir
krakkar 10-14 setja upp síðu, sem lítur svona út:
…Halló halló, ég heiti Jón Jónsson.
Konan mín Heitir Jónína. Við eigum 2 börn, þið getið séð þau á mynda síðunni okkar,
og einn hund, hann er svo sætur….
Þarna er auðvitða aðeins verið að prófa sig áfram í síðugerð, og sína fjölskyldu
og vandamönnum, en oft stundum eru þessar síður auglýstar á leit.is eða öðru, undir
allt öðru nafni.
Ég er ekki að lýsa yfir stríði á móti svona löguðu, en ef menn á annað borð eru að
setja upp síður sem líta svona út, ættu menn að greina frá henni á leitarsíðum eins
og hún er í alvöru.

Þessi grein kemur ekki beint vefsíðugerð við, en ég vona, að ef einhver hér á huga
les þetta sem á svona síðu, sjái að hægt er að setja ýmislegt merkilegra á síður
en svona, hægt væri að halda þessu öllu, en hafa líka eitthvað áhugavert, það er
ekkert vandamál, bara setjast niður…