Myndir fyrir greinar // php-mysql Mér leiddist og ákvað þessvegna að hripa niður smá grein fyrir þá sem að eru að vandkvæðast með að skrifa form sem að þeir vilja síðan geta sent inn mynd með, og tek ég sem dæmi þegar þú villt geta skrifað frétt inn á síðuna þína og sent inn mynd með.
nokkrir punktar sem að gott er að lesa fyrst.

. Það sem að er að gerast í þessu scripti er að ég er með eina síðu sem að er bara plain html síða og svo er ég með aðra sem að tekur við forminu og uppfærir myndina í einhverja möppu og tekur síðan nafnið á myndinni og setur það í sql grunninn.

. Fyrir þá glöggu :) þá sjá þeir að það vantar allar gæsalappir og er það þessvegna svo kóðinn fari ekki í hakk þegar hann birtist hérna á huga.

. AÐ sjálfsögu er hægt að bæta fullt við þetta en ég er bara að sýna hvernig þetta gengur fyrir sig, Þannig að ekki fara að commenta á eitthvað sem að mætti bæta við eða mætti betur fara.

1. Hérna er bara plain html síða sem að er með formi sem að við köllum form.html


[<html><title>Uppfæra mynd</title><body>
<form enctype=multipart/form-data method=post action=upload.php> //athugasemd við þennan hluta er hér aðeins fyrir neðan..

Mynd<br>
<input type=File name=mynd size=25>
<br><br>
<input type=submit name=submit value=Skrá!>
</form> </body></html>]

2. Og svo kemur skráin sem að við ætlum að kalla upload.php

[<?php // hér er ég að villa doldið þar sem að ég er að gera ráð fyrir að kóðinn sé í sömu skrá og form.html, fyrir þá sem að vilja hafa það er einfaldlega sett action=<?php echo $PHP_SELF ?> í staðinn fyrir upload.php hér í hluta nr.1 ..

**************upload.php*************

if ($submit) {

//Tengist gagnagrunni..
$db = mysql_connect($localhost,$notendanafn,$lykilorð);
//Réttur gagnagrunnur síðan valinn..
mysql_select_db($myndagrunnur,$db); //við kjósum að kalla gagnagrunninn sem að við notum MYNDAGRUNNUR

//svo er hér parturinn sem að við hendum nafninu á myndinni í gagnagrunninn.

$sql = INSERT INTO myndagrunnur (mynd_name) .
VALUES ('$mynd_name');
//Myndin er uppfærð í þartilgerða möppu á þjóninum.
exec(“cp $mynd hér/kemur/síðan/full/slóð/þar/sem/að/við/viljum/að/myndin/sé/geymd/$mynd”); //kóðinn skýrir sig sjálfur, hægt er að velja annaðhvort COPY eða CP.

echo <img src=myndir/$mynd_name><br>\n; //myndin er síðan birt hér og er þessi lína hér fyrir ofan það sem að þessi grein snýst um…

}

?>]
*************************

Svona til þess að minna á þá vill ég bara að myndin sé uppfærð í einhverja möppu í staðinn fyrir að henda henni sem binary i gagnagrunninn, leyfi ég mér að segja að það sé mun betra fyrir þá sem að eru styttra kominn og bara mun einfaldara ef að ekki er um að ræða mjög stóra og þunga síðu eins og huga.is t.d..

Endilega spyrjið ef að þið skiljið ekki og ef að ykkur langar að bæta einhverju við eins og texta þá skrifið það hér fyrir neðan eða sendið mér <a href=“mailto:arnorg@hugi.is”>póst</a> ef að þið þorið ekki að spyrja að einhverju asnalegu :)

Takk fyrir mig
arnorg