Jæja Hugar nú held ég þessi hluti af hugi.is sé að komast í betra horf undir stjórn Arnórs Gauta. Og vill ég byrja á því að óska honum til hamingju með að hafa verið ráðinn sem umsjónamaður þessa áhugamáls.

Við sem mikið grúskum í vefsíðugerð ættum að kannast við það að fara inn á webmonkey.com, webmasterbase.com eða w3schools.com til að ná okkur í “tutorials”(“howto” greinar) um hvernig við eigum að gera einhvern ákveðin hlut. Núna hefur Arnór ákveðið að setja upp stað fyrir svona greinar á þessu áhugamáli sem er ekkert nema gott mál og held ég að þetta muni hjálpa mjög mörgum sem eru að koma hingað í leit að hjálp. Ég ætla bara hér mér að skora á ykkur alla sem stunda þetta “áhugamál” og kunnið eitthvað fyrir ykkur í þessum bransa að vera virkir í því að senda inn “howto” greinar(tutorials).

Kveðja Quashey
kv. <a href=“mailto:gummi@fask.org”>quashey</a>