Doctype (Document Type Defenition), er hlutur sem þú ættir að vera með á hreinu ef þú vilt skrifa betra HTML. Doctype er mark (e. tag) sem á að vera efst í HTML síðunni þinn og segir vafranum hvaða útgáfu af HTML þú ætlir að nota. Rétt doctype er líka nauðsynlegt ef þú vilt láta þar til gerð tól (http://validator.w3.org/) fara yfir og staðfesta að kóðinn þinn sé réttur.

Það gera sér ekki allir grein fyrir mikilvægi þess að vera með rétt doctype og vita þess vegna ekki að flestir vafrar höndla vefsíður á mismunandi hátt eftir því hvort rétt doctype sé til staðar eða ekki. IE5 fyrir Mac var fyrsti vafrinn til að nota doctype skilgreininguna á þennan hátt og í dag nota allir nýjustu vafrarnir þess aðferð.

Svona lítur rétt doctype út :

<!DOCTYPE HTML PUBLIC “-//W3C//DTD HTML 4.01 Transitional//EN” "http://www.w3.org/TR/html4/loose.dtd“>

Þetta docype segir vafranum að viðkomandi skjal notist við útgáfu 4.01 Transitional. Til eru þrjár mismunandi útfærslur fyrir þessa útgáfu, Strict DTD, Transitional DTD og svo Frameset DTD. Eins og sést er þessi fyrir ofan Transitional DTD sem þýðir í stuttu máli að hún fylgir staðlinum en leyfir þér að notast við ýmis útlits mörk sem Strict útgáfan leyfir ekki.

Ef við skoðum þessa þróun aðeins betur var HTML í byrjun ekki ætlað að lýsa útliti vefsíðna heldur aðeins innihaldi. Ekki hvaða litur eigi að vera á þessu eða hinu letrinu heldur hvar ný málsgrein eigi að byrja eða hvað hluti sé fyrirsögn en ekki hvernig þessir hlutir eigi að lýta út. En þegar vinsældir netsins fóru að aukast kom upp þörf fyrir að skilgreina nánar útlit og þess vegna var mikið af útlits mörkum bætt við. Seinna kom það svo í hlut CSS stílsíðna að skilgreina útlit og hefur þróunin verið í átt að aðskilnaði þessara hluta síðan.

Ástæðan fyrir þessari Transitional týpu er til að styðja allar vefsíður sem voru skrifaðar áður en doctype varð til og til að brúa bilið yfir í komandi útagáfur af HTML sem eiga ekki eftir að innihalda þessi gömlu útlits mörk.

Röng eða engin notkun á doctype veldur því líka að vafrinn þinn fer í svokallað ”quirk mode“ og meðhöndlar síðuna þína eins og um gamla úrelda síðu væri að ræða. Ef rétt doctype er notað fer vafrinn hinsvegar í ”standar mode" og reynir þá að þýða síðuna þína eftir reglum viðkomandi HTML útgáfu. Þetta á við um flesta nýjustu vefrana fyrir utan Opera sem hefur ekki þetta “quirk mode”.

Hérna getur þú fundið fleiri doctype fyrir t.d XHTML. Greinin er líka mjög góð ef þú vilt læra meira um þetta efni.

http://www.alistapart.com/stories/doctype/