Allt í einu, þegar ég var að vafra um þessa síðu skaut að mér
þessari hugmynd:

Hvernig væri það nú, að við vefsíðugerðahugarar myndum
gera vef. Vefurinn þyrfti ekki að vera neitt rosalega special,
bara einhver vefur vistaður á geocities. Aðalhugmyndin er að
sameina hæfileika okkar, og jafnvel einhverra góðra grafíkara
af grafík áhugamálinu, til að gera sem flottasta síðu. Einhverjir
væru valdir til að hafa með síðunni meiginumsjón, og væri
þeim treyst fyrir því að setja inn í skjölin hugmyndir og/eða
kóða frá öðrum notendum, ásamt þeim sjálfum. Mínar
hugmyndir af þeim sem hefðu meginumsjón:

Amon (má ekki vera með smá egó? ég var nú sá sem kom
með hugmyndina ;) )
Cazper
Skyhler
Intenz a.k.a. gaui
og einhver 1 í viðbót t.d. ask

Meginumsjónarmenn yrðu að vera samviskusamir, og virkir
að setja inn kóðabúta og hugmyndir, og öllum væri leyft að
koma sínum hugmyndum og kóðum á framfæri, og væri fínt til
þess að búa til e-mail á hotmail, eða öðru sambærilegu
póstforriti.

Einnig gætum við verið með php/sql (eða asp… held að php
væri betra) ef einhver myndi vilja vera svo góður að “lána”
okkur örfáar síður, til að submitta skriptum.

Endilega komið með ykkar skoðanir, þannig að hugmyndin
þróist, og ég vona að við getum komið þessu samstarfi okkar
á :)

kv. Amon