Ég er að reyna að finna lausn á vandamáli. Ég er að leita að leið til þess að loada html skjölum frá öðru skjali, án þess að nota einhverjar rosalega advanced aðferðir(kannski bara lítið Javascript eða sjálfvirkt forrit). Ég ætla að skipta síðunni minni í 3 hluta með tables (eins og hjá mbl.is), bara í staðinn fyrir að breyta kóðanum á hverri einustu síðu þegar eitthvað breytist, þá loada allar síðurnar kóðanum frá einu sameiginlegu skjali (sem sparar pláss by the way og óþarfa umstang). Ég ætla ekki að nota frames nema það sé engin von að gera þetta á auðveldan hátt.